146. löggjafarþing — 35. fundur,  27. feb. 2017.

Afbrigði um dagskrármál.

[21:27]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Virðulegi forseti. Ég geri hér grein fyrir atkvæði mínu í máli um Landsrétt, svo það sé á hreinu, og vil ítreka það sem áður hefur komið fram að ég lít svo á að við öll í þessum sal, líka þið, hv. þingmenn, sem ekki samþykktuð breytingartillögu minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar, séum sammála um að Landsréttur eigi að endurspegla samfélagið, hann eigi að vera jafnt skipaður körlum og konum. Ef það ferli sem nú fer í gang innan ráðuneytis dómsmála skilar ekki þeirri niðurstöðu er okkur að mæta. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)