146. löggjafarþing — 35. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[21:29]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Réttur staður, réttur tími núna. Við erum að greiða atkvæði um almannatryggingafrumvarpsbreytingu sem felur í sér afturvirkni vegna þess að tillaga Pírata um að fjarlægja afturvirknina var ekki samþykkt. Núna gilda þessi lög frá 1. janúar. Þá mun ég greiða atkvæði gegn frumvarpinu eins og það stendur; þótt ég sé hlynntur því að þetta sé leiðrétt er ég ekki hlynntur afturvirkni og mun greiða atkvæði gegn því.