146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:15]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ég hafi náð þessu öllu, ég var á fullu að skrifa. Nei, þetta var ekki niðurstaða hans, þetta var hluti samtalsins. En hann var ekki þar, ég tek það aftur fram. Þar voru þessir átta, níu menn. En þetta var gott samtal þar sem við fórum upp á hærra málefnaplan en að nota hræðsluáróður. Það er það sem ég var að segja. En þegar þú talar um að hann vari við, hugsið um þessi orð: Við verðum að hugsa um þetta: Varar við? Það er nákvæmlega það sem við erum að gera. Við tölum hérna af ábyrgð um málið. Hvað á ég að gera sem hv. formaður velferðarnefndar? Ég segi bara: Heyrðu, við þurfum að skoða þetta og hitt. Við verðum t.d. að athuga með vínveitingaleyfi. Fólk segist ekki vilja fá þetta í búðir en samt er hægt að fara í Ikea og fá sér bjór og kökusneið með. Er það í lagi? Það má ekki kaupa þetta í Nettó. Það er það sem við verðum að skoða. Þegar ég fer í klippingu geng ég fram hjá viskíbar og bjórsölu.