146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:27]
Horfa

Flm. (Teitur Björn Einarsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa áhugaverðu sögu. Glöggt er gests augað. Þetta er einmitt það sem ég kom inn á. Það að breyta fyrirkomulagi á ríkiseinokunarsölu á áfengi hjá ÁTVR hefur nefnilega ekkert með lýðheilsusjónarmið í sjálfu sér að gera. Við getum stuðlað að því með forvörnum og fræðslu og aðstoðað þá sem aðstoðar eru þurfi við að fóta sig, m.a. með því að stuðla að ábyrgri neyslumenningu eða vínmenningu með þessum úrræðum. Er hv. þingmaður þá ekki tilbúin að vinna frekar að því á næstu misserum og árum að styrkja þessa þætti sem eru svo öflugt tæki til að sporna gegn óhóflegri neyslu áfengis?