146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[16:54]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Jú, það er náttúrlega svo. Mikill áróður hefur verið rekinn gegn ölvunarakstri óháð þessu frumvarpi, mjög mikilvægur áróður. En það breytir því ekki að við sjáum að þar sem útsölustöðum áfengis hefur fjölgað, ef við lítum til að mynda til Bretlands, er veruleg aukning á ölvunarakstri. Ég held að það sé alveg hárrétt ábending hjá hv. þingmanni að það er skammur tími sem þarna um ræðir. Það sem skortir hér á er að leggja niður allar þessar greiningar og skoða líka reynslu annarra þjóða í þeim efnum. Ég segi það alveg klárlega að við getum lært af öðrum þjóðum í þessu máli eins og öðru og við eigum að velta því fyrir okkur þegar aðrar þjóðir innan OECD eru að leita (Forseti hringir.) leiða til þess að takmarka aðgengi af hverju við erum að fara í þveröfuga átt hér.