146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:00]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður heldur mér á nálum með því að ætla að svara því í seinna andsvari sem ég spurði um. (KJak: Smáspenna.) Ég bíð spenntur.

Örlítið til að bregðast við nokkrum af þeim atriðum sem hér hafa komið fram: Hún nefndi Róbert H. Haraldsson í því sambandi að það snerti ekki sérstaklega persónufrelsi með beinum hætti að hafa ríkiseinokun, að leyfa fólki að selja áfengi. Það snýr að dálítið ólíkum skoðunum okkar á persónufrelsi. Það land þar sem fleira er í höndum ríkisins, þar sem öll matvöruverslun er t.d. í höndum ríkisins en menn geta samt alltaf keypt alla matvöru, er að mínu mati ekki land mikils persónufrelsis. Varðandi það sem nefnt var hér um verslun í Washington-ríki þá er það hins vegar þannig að til varð net sérverslana sem kom inn og þar var úrvalið ekki síðra en í þeim ríkisverslunum sem voru fyrir hendi, bara svo það sé nefnt. En ég bíð spenntur eftir seinni hluta andsvarsins hjá hv. þingmanni.