146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[18:00]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Kærar þakkir fyrir svörin, hv. þm. Ari Trausti Guðmundsson. Við þurfum töluvert lengri tíma en kveðið er á um í frumvarpinu til að vinna að forvörnum á þessu sviði. Við sjáum tölur innan OECD-ríkjanna um að aukið aðgengi að áfengi hefur leitt til aukins ölvunaraksturs. Við sáum það fyrir síðustu jól að það var gríðarleg aukning í ölvunarakstri hér á landi þannig að það sýnir mikilvægi þess að við förum í átak í forvörnum. Mig langar að skora á hv. þm. Steingrím J. Sigfússon að leggja fram að nýju frumvarp um að hækka hlutfall áfengisgjalds og kalla eftir meðflutningsmönnum varðandi það. Ég er viss um að það muni fá góðan meðbyr á Alþingi. Ég hvet hann til að leggja það fram óháð því hvort frumvarp um áfengi í verslunum verður að veruleika eða ekki. Ég vona að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon verði við þessari áskorun. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)