146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[18:01]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka enn og aftur fyrir umræðuna. Ég held að það skipti varla máli hvort við tölum um fjölgun umferðarslysa, ofbeldisverk, heimilisofbeldi, jafnvel þjófnaði eða hvaðeina sem okkur dettur í hug, sem við getum með einhverju móti tengt áfengisneyslu. Það eru auðvitað til tölur um það; allt þetta gerir það að verkum að forvarnastarf, fræðsla, sérstaklega hjá ungu fólki, hlýtur að vera eitthvert mikilvægasta verkefnið sem tengist yfir höfuð meðferð áfengis á Íslandi, fyrir utan það náttúrlega að styrkja meðferðarstofnanir og annað, þar er verk að vinna. En það er alveg ljóst að núverandi fyrirkomulag hefur ekki komið í veg fyrir eitt eða annað (Forseti hringir.) og þó svo að við myndum breyta því myndi það heldur ekki koma í veg fyrir neitt í þessum efnum. En það er alveg eins rétt að halda núverandi fyrirkomulagi.