146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[18:24]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Rósu Björk Brynjólfsdóttur fyrir andsvarið. Þú spyrð hvernig það samrýmist, þetta tvennt. Líklegast felst munurinn hér hjá okkur í því að ég tel ekki ríkið eina aðilann sem geti sýnt ábyrgð í þessum málum. Ég er ósammála þeirri nálgun, eins og ég les út úr orðum hv. þingmanns, að eina leiðin til að sjá til þess að takmarkanir séu settar og uppfylltar sé sú að smásalan sé í höndum ríkisins. Þar liggur einfaldlega grundvallarmunur í afstöðu okkar.