146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

kjararáð.

189. mál
[21:26]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla nú bara upp í þetta eina andsvar og þá kannski til að spyrja hv. þingmann um eitt, því að hún er lögfræðingur og kann dómasöguna betur en ég: Var það í kjölfar þessarar lagasetningar sem dómari fór í mál og sigraði? Eða ekki? Ég tel alla vega eins og ég nefndi áðan að það þurfi a.m.k. að endurskoða þetta orðalag í 2. gr.: „Jafnframt skal kjararáð svo fljótt sem auðið er endurskoða kjör annarra er undir það heyra, til samræmis.“ Ég fæ ekki betur séð en að það séu tilmæli um að skoða allan hópinn. Og eins ljúft og mér er sjálfum að samþykkja frumvarp sem rýrir mín kjör, þá treysti ég mér illa til þess að taka þátt í einhverju sem hefur bein inngrip í kjör annarra, ég tala nú ekki um hópa sem Hæstiréttur hefur áður dæmt að sé óleyfilegt.