146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

kjararáð.

189. mál
[21:28]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get sagt að það mál kom fram áður, þ.e. málið sem fór fyrir Hæstarétt, og að ætlun þessa frumvarps sé alls ekki að rýra kjör dómara né heldur kjör forseta Íslands ef því er að skipta þar sem lög um kjararáð heimila slíkt ekki. Ég vildi einfaldlega koma því á framfæri.