146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.

156. mál
[23:09]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð aftur að gera athugasemd við þennan málflutning um samkomulagið sem hv. þingmaður er að vitna í frá 25. október 2013: Ef þú lítur betur á skjalið eru þetta tvö skjöl. Það er seinna skjalið sem þú ert að vitna í sem er undirritað af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. (Forseti hringir.)

(Forseti (UBK): Forseti verður að biðja hv. þingmann um að ávarpa aðra hv. þingmenn á tilhlýðilegan hátt.)

Já. Hv. þm. Pawel Bartoszek. Þetta eru, í þessum plöggum sem mér sýnist þú vera með í höndunum, tvö mismunandi samkomulög. Þau eru ekki undirrituð á sama tíma. Annað er undirritað einhverjum mínútum seinna, það er samkomulag þáverandi borgarstjóra og þáverandi innanríkisráðherra og er sérsamningur þar sem eru þrjú skilyrði um hvað eigi að gera. Þú getur séð þær undirskriftir á pappírunum sem þú ert með í höndunum …

(Forseti (UBK): Forseti verður að minna hv. þingmann á að ávarpa þingmenn á tilhlýðilegan hátt.)

Ég vona að hv. þm. Pawel Bartoszek hafi þennan skilning. Ef þú [Hlátur í þingsal.] lest skjölin aftur, ef þingmaðurinn les aftur skjölin yfir er nokkuð augljóst hvernig málin standa. Ég held að þetta sé bara misskilningur hjá hv. þingmanni.