146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

kostnaður við breytingu á Stjórnarráðinu.

[10:37]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Það sem ég er einfaldlega að segja er þetta: Ég er enn þeirrar skoðunar að rétt sé að koma á fót sérstöku ráðuneyti dómsmála annars vegar og sérstöku ráðuneyti samgöngumála, sveitarstjórnarmála, hins vegar. Það verður hins vegar ekki af því ef ráðuneytið sem á í hlut, innanríkisráðuneytið, getur ekki fært fyrir þingið aðra áætlun sem er raunhæfari varðandi kostnaðinn af þessu en sú sem nú hefur borist nefndinni. Við munum ekki halda áfram með málið ef kostnaðurinn er yfir 100 milljónir við uppskiptinguna eina og sér án þess að það séu nein ný mál sem færast til ráðuneytanna. Það er alveg ljóst í mínum huga og kemur ekki til greina. Ég er hins vegar alveg sannfærður um að ef menn fara betur yfir þetta mál munu þeir sjá að hægt er að gera þetta án þess að kosta þetta miklu til. Þannig vil ég sjá málið klárast.