146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

ívilnandi samningar vegna mengandi stóriðju.

[10:54]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Mér finnst stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli enn vera óljós. Þetta var þó eitt af því fáa sem mjög skýrt var kveðið á um í stjórnarsáttmálanum og stjórnarsáttmálinn er ekki ígildi neins nema yfirlýsinga, er ekki æðri lögum. Það er auðvitað gott ef hæstv. ráðherra hyggst velta því fyrir sér og skoða hvort setja þurfi ný lög til að ná fram stefnu ríkisstjórnarinnar. Það voru hins vegar mikil vonbrigði að sjá ekkert um þetta í málaskrá ríkisstjórnarinnar.

Ég spyr aftur: Mun ráðherra leggja slíkt mál fram eða þarf hún að reiða sig á stjórnarandstöðuna sem þegar hefur í raun tekið þessi mál fyrir?