146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

ívilnandi samningar vegna mengandi stóriðju.

[10:55]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að stjórnarsáttmálinn er að sjálfsögðu yfirlýsing. Hann hefur hvorki lagastoð né stoð sem reglugerð eða lögjöfnun eða hvaða annað lögfræðilegt heiti er yfir það. Í stjórnarsáttmála birtist vilji og áætlanir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og þar kemur þetta fram. Þess vegna segi ég það hér að ég er að láta skoða það í ráðuneytinu hvort breyta þurfi einhverju af því sem áður hefur verið samþykkt til að uppfylla nýjan stjórnarsáttmála.

Það er alveg rétt að það kom ekki fram á málaskrá, enda er málaskráin lögð fram mjög skömmu eftir að ný ríkisstjórn tekur við. Þetta hefði þá þarfnast mikillar vinnu og ég ætla ekki að leggja fram frumvörp í þinginu sem ekki er vönduð eða tilbúin. Það getur (Forseti hringir.) verið að það komi ekki á þessu þingi heldur á því næsta ef einhverju þarf að breyta. (Forseti hringir.) Ég vil ekki segja meira en það sem ég veit núna.