146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:23]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla nú ekki að hafa jafn stuðandi andsvar og hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason. Ég hjó eftir því í mjög góðri ræðu hv. þm. Lilju Alfreðsdóttur að hún minntist á það sem ég tel vera tilvísun í 10. gr. frumvarpsins þar sem segir, með leyfi forseta:

„Neytandi á ávallt rétt á að breyta eftirstöðvum láns sem tengist erlendum gjaldmiðlum í lán sem tengist ekki erlendum gjaldmiðlum.“

Ég geri ráð fyrir að það sé það sem hún meinti með því að þarna væri hugsanlega hægt fyrir lántakendur að velta áhættunni yfir á aðra. Mér þykir þetta frekar skuggaleg tilhugsun. Mig langar að heyra hvort hv. þingmaður geti ímyndað sér hver það er sem tekur þá áhættu þegar lántakandi veltir henni frá sér.