146. löggjafarþing — 38. fundur,  2. mars 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[16:25]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og tek alveg undir að þarna er verið að skapa alveg ótrúlega mikla áhættu fyrir bankakerfið. Væntanlega situr Seðlabanki Íslands í einhverjum tilfellum uppi með mikinn hluta af þeirri áhættu, sem þrautalánastofnun. Þetta er í rauninni þannig ástand sem er verið að boða með þessu frumvarpi, það er verið að leggja hagkerfi Íslands í stórfellda hættu, aftur. Er það ekki tilfellið? Er eðlilegt að ríkisstjórnin sé að leggja fram tillögu sem stofnar hagkerfi landsins í hættu aftur? Ég veit að hv. þingmaður er ekki hluti af ríkisstjórninni en mig langar að heyra viðhorf hennar til þess.