146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hefur bréf frá 3. þm. Suðvest, Jóni Þór Ólafssyni, og 10. þm. Suðvest., Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau, Sara Elísa Þórðardóttir og Andri Þór Sturluson.

Kjörbréf þeirra Söru Elísu Þórðardóttur og Andra Þórs Sturlusonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Sara Elísa Þórðardóttir, 3. þm. Suðvest., og Andri Þór Sturluson, 10. þm. Suðvest., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]