146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

samgöngumál.

[15:18]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Málið er ekki svo einfalt að það snúist bara um forgangsröðun verkefna eins og hv. þm. Valgerður Gunnarsdóttir talaði um. Þetta snýst um valdmörk. Hér erum við komin með ráðherra sem virðist líta á sig sem hinn nýja sólkonung, hann sækir vald sitt eitthvert annað en til Alþingis. Ég vil þá bara beina því til frú forseta og þingmanna að við setjum á fót og skipuleggjum námskeið fyrir nýja ráðherra í valdmörkum.