146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

samgöngumál.

[15:34]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Þetta er ekki flókið. Ráðherrar starfa í umboði þingsins. Ráðherrar eiga að framkvæma það sem þingið er sammála um að þeir eigi að framkvæma. Ef þeir hins vegar gera ekki það sem þingið vill þarf ekki að spyrja að leikslokum. Þá er sá ráðherra varla með stuðning eða umboð þingsins. Við gerðum hér ákveðið samkomulag fyrir jól. Það er alveg lágmark að ráðherrann standi við það samkomulag. Auðvitað þarf að taka upp samgönguáætlunina og koma með nýja röðun inn. En þingið getur ekki samþykkt að ráðherrann hunsi samkomulag sem allir þingmenn tóku þátt í að gera fyrir jól. Það gengur ekki.

Forseti. Ég trúi því ekki að frú forseti (Forseti hringir.) láti það yfir okkur ganga.