146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.

[15:50]
Horfa

Gunnar Hrafn Jónsson (P):

Frú forseti. Mig langar til að þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir svörin. Sérstaklega er mikilvægt að huga að því að forvarnir séu partur af þessum pakka og fari inn í heilsugæsluna, eins og hann talaði um, og í grunnskólana, menntaskólana og víðar.

Mig langar að spyrja að lokum hvort að það sé einhver sérstök áætlun til um geðheilbrigðismál ungs fólks eða hvort að það sé í raun og veru bara partur af þessum stærri pakka sem við erum að fara að takast á við.