146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

einkarekstur í heilbrigðisþjónustu.

[15:57]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Óttarr Proppé) (Bf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að skora á mig. Það hefur hann gert áður, að skora á mig að fylgja lögum og standa mig. Ég tek það vissulega til mín.

Það er grunnskylda mín að tryggja þjónustuna, tryggja að við gefum, eins og segir í lögum, landsmönnum kost á sem bestri heilbrigðisþjónustu. Stór hluti af því að geta gert það er sterkt opinbert kerfi, sterkur Landspítali, og það er beinlínis í skyldu minni að raska ekki hinu opinbera þjónustukerfi þannig að það geti ekki staðið í fullri þjónustu og bráðaþjónustu. Ég horfi til þess alveg sérstaklega (Forseti hringir.) þegar ég er að taka ákvörðun um biðlistaátakið og eins og ég segi þakka hvatninguna.