146. löggjafarþing — 39. fundur,  6. mars 2017.

fsp. 5.

[16:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra svörin. Lyfjamálin eru einmitt annar áhættuliður sem hljóðar næstum því upp á aðra 2 milljarða, 1,5 eða 1,9, ég man ekki nákvæmlega hvort það var. Það sem mig langar til að fylgja eftir er hvaðan þessir óvæntu útgjaldaliðir koma. Það er ekki langt síðan við samþykktum fjárlög, aðeins rétt rúmir tveir mánuðir síðan og allt í einu eru komnir áhættuliðir upp á um 4 milljarða sem hæstv. heilbrigðisráðherra nefnir hér. Tengist þetta t.d. þeim málum sem við töluðum um fyrr í óundirbúnu fyrirspurnum? Þetta snýst einmitt um sérfræðiþjónustu og hjúkrun og þau tilvik sjúkratrygginga sem snúa að útboðum til sérfræðinga eða þessarar Klíníkur sem hefur verið talað um. Eða hvaðan koma annars þau umframútgjöld sem við þurfum greinilega, miðað við orð hæstv. ráðherra, að taka tillit til í fjárauka?