146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

skipulag þingstarfa, orð fjármálaráðherra í viðtali.

[13:48]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Á þessari stuttu þingsetu minni hef ég séð ráðherra neita að svara, segja hálfsannleik og jafnvel núna ráðast á þingið. Mér barst til eyrna að forsætisnefnd hefði hins vegar á síðasta eða þarsíðasta þingi verið að ræða um klæðaburð þingmanna. Er það virkilega þannig að það sé mikilvægasta verkefnið? Og það sé ávísun á að maður geti komið hingað og skrökvað og neitað að svara, bara ef maður er klæddur eins og 19. aldar yfirstéttarmaður?