146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[15:21]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil, áður en ég hef andsvar og umræðu, taka fram að þegar þetta plagg var afgreitt úr fyrri ríkisstjórn var ég með fyrirvara á plagginu og eins í þingflokki Framsóknarflokksins, því að mér finnst þetta plagg vera ónýtt. Hæstv. ráðherra eyddi töluverðum tíma af ræðu sinni í að breiða yfir þau slælegu vinnubrögð sem verkefnisstjórnin og faghópurinn hafa viðhaft varðandi þetta mál allt saman og var einhvern veginn að afsaka það að ekki væri farið að lögum varðandi þetta mál allt saman.

Mig langar að spyrja ráðherrann í fyrra andsvari: Nú er alveg ljóst að samkvæmt lögum skal verkefnisstjórn taka til umfjöllunar þá virkjunarkosti sem Orkustofnun vísar til hennar. Hvar er lagastoð að finna fyrir því að verkefnisstjórnin gat sleppt því eins og hún gerði?