146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[15:48]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Kannski frekar stefnumótun um hvar megi virkja en ekki hvar eigi að virkja. Eða hvar megi halda áfram að kanna fýsileika þess að virkja, ef við getum sagt sem svo, því að eins og ég nefndi: Þótt virkjun fari í nýtingarflokk á eftir að kanna og fara fram umhverfismat framkvæmda, til dæmis. Það er eitthvað sem verkefnisstjórn og formaður hennar hefur tjáð okkur um, um t.d. seiðafleyturnar og laxastigana, það er eiginlega ekki hægt að kanna hvernig það muni virka fyrr en við erum komin með það á borðið hvernig virkjanirnar eigi nákvæmlega að líta út og hvernig þeir sem hafa þessi virkjunaráform hafa og geta tekið tillit til þessa, fyrst við erum að tala um laxastofninn. Þegar það liggur fyrir er hægt að taka afstöðu til þess hvort þau byggingaráform séu ófullnægjandi eða ekki. Það er þá gert á stigi umhverfismats framkvæmda.