146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[16:15]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gleymdi mér. Ég verð að læra þessa andsvarapólitík aftur. Ég var alveg búinn að gleyma því að þau væru tvö. En í markmiðsgrein laga nr. 48/2011 segir:

„Markmið laga þessara er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“

Ég skil það sem hæstv. ráðherra sagði hér áðan þannig að það dugi sem sagt að fjalla um það sem fjallað er um í faghópi 1 og 2 til þess að ná markmiðum laganna, þ.e. að ná þessu heildstæða mati. Er það réttur skilningur hjá mér? Það kemur alls staðar fram að faghópar 3 og 4 skiluðu af sér og faghópur 3 skilaði af sér (Forseti hringir.) eins og kemur fram hjá Orkustofnun mjög góðri vinnu sem ekkert tillit var tekið til. Hvernig var þá hægt að gera þetta heildræna mat ef ekki er tekið tillit til þess?