146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[17:56]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Vegna þeirrar umræðu sem stendur hér yfir hef ég óskað eftir skýrum svörum frá þeim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem hér hafa tekið þátt um það hvort svo hafi verið að þessi stjórnartillaga hafi verið afgreidd með fyrirvara úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ég hef ástæðu til að ætla að svo sé miðað við orð hv. þm. Teits Björns Einarssonar. Hv. þm. Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, vék sér undan að svara því að því er varðaði þann þingmann og ég virði það við hana. Svo heppilega vill til að ég sá hv. þm. Birgi Ármannsson ganga hér í gegnum salinn fyrir nokkrum augnablikum og mér þætti gott ef hann vildi leggja þá lykkju á leið sína inn í þingsalinn og svara okkur um það hvort svo sé að efnislegur fyrirvari hafi verið gerður við málið úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

(Forseti (SJS): Það verður að koma í ljós hvort hv. þingmaður hefur numið orð þingmannsins og vill bregðast við.)