146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[18:12]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú var ég að svara því til sem átti við mig. Ég get ekki lagt mat á það hvernig málið var reifað við fyrirrennara minn. En ég hef það að segja að ég hef skoðað málið vel frá því í ágúst.

Nú er ég búin að gleyma hinni spurningunni. Hver var hún aftur? Fyrirgefðu, athyglin er aðeins farin að dala eftir að hafa verið hérna síðan klukkan tvö. (Gripið fram í.) Já, hv. þingmaður var að spyrja um orkumálaráðherra, að við værum að leggja þetta saman í þinginu, nýsköpunar-, ferðamála- og orkumálaráðherra. Það er bara þannig að lög gera ráð fyrir að samráð skuli haft og það var gert. Það er bara það sem ég á að gera samkvæmt ferlinu. Ég tel því ekkert óeðlilegt við það að við fylgjum því ferli eins og við gerðum.