146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[18:14]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vísaði áðan til rökstuðnings verkefnisstjórnar um Þjórsárvirkjanir, með leyfi forseta:

„Óvissu um virkni seiðafleytna og um áhrif vatnsmagns- og rennslisbreytinga á gönguleiðir, hrygningarstöðvar og uppeldisstöðvar laxfiska verður ekki eytt á því stjórnsýslustigi sem verkefnisstjórnin starfar á.“

Nú efast ég ekki um að hæstv. ráðherra hafi skoðað þær upplýsingar sem fram hafa komið og þær umsagnir sem komu inn. En er ekki ástæða til þess að hafa varúðarregluna í huga þegar við erum að skoða þessi mál? Kom ekki til athugunar þegar eru ýmsir kostir í nýtingarflokki sem hringja ólíkum varúðarbjöllum að fylgja varúðarreglunni, setja þá kosti í bið og láta skoða þá betur, ekki hraðsoðið heldur í vönduðu ferli í næstu lotu?