146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[19:42]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna þeim jákvæða tón sem hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir slær hér í ræðu sinni og sér í lagi varðandi vindorku og afturkræfni á beislun þeirrar orku. En ég hnaut sérstaklega um gleði hv. þingmanns varðandi það að málið fengi þinglega meðferð. Það er nú einu sinni svo að samkvæmt lögum um þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu þá á sú þingsályktunartillaga að fá þinglega meðferð. Mig langar svolítið að heyra frekari skýringu á þeirri miklu gleði yfir sjálfsagðri og lögbundinni þinglegri meðferð málsins.