146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[19:45]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Rósu Björk Brynjólfsdóttur fyrir þessi andsvör. Eins og ég sagði í ræðu minni er þessi tillaga lögð fram af hópi fagaðila sem hafa unnið verkið, að ég geri ráð fyrir mjög vel og vandlega. Þannig að ég myndi ætla núna að það væri ólíklegt að tillagan taki einhverjum viðamiklum breytingum í nefndinni. En þá vísa ég aftur í það sem ég nefndi áðan varðandi þinglega meðferð. Mér finnst mikilvægt að við ræðum málið vel, förum yfir gagnrýni, ábendingar sem kunna að koma fram og kannski einna mikilvægast, ef hægt er, að ná víðtækri sátt um málið. Þá væri það til mikilla bóta.