146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[19:50]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Bara stutt. Þetta mál hjá mér að draga inn sæstrenginn snerti ekki mál hv. þingmanns. Ég gerði það einfaldlega vegna þess að hann barst hér í tal fyrr í kvöld og skiptir auðvitað máli þegar menn eru að spá í hlutdeild rammaáætlunar í loftslagsmálum. Ég tel að það vanti miklu skýrari lög og regluverk varðandi vindorkuna og líka sjávarfallaorku, ef við förum svo langt. Þetta er bara eitt af því sem þarf að skoða hér í tengslum við þingið.

Mig langar líka að benda á, þó það hafi ekki komið fram nema hjá öðrum, hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur, Skrokköldu, það er bæði Skrokkölduvirkjun og svo átta virkjanir í biðflokki sem eru á miðhálendinu og við þurfum að gæta vel að því hvert við förum með það allt saman.