146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

orð fjármálaráðherra um Alþingi, dagskrá þingsins o.fl.

[15:18]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Sá háttur er hafður á að á vikulegum fundum forseta með formönnum þingflokka er farið yfir drög að dagskrá. Þar kemur fram hvað liggur fyrir þá þegar varðandi dagskrá þingsins. Til dæmis í þessari viku lá það fyrir nokkuð ljóst að það mál sem er hér á dagskrá frá fjárlaganefnd varðandi lokafjárlög yrðu á dagskrá í dag. Hins vegar var ekki hægt að birta staðfesta dagskrá fyrir daginn í dag fyrr en það lá fyrir hvernig dagurinn í gær færi. Ef hv. þingmenn eru á þeirri skoðun að þeir vilji semja frá sér réttinn varðandi tiltölulega sveigjanlegan ræðutíma mun forseti að sjálfsögðu skoða það með formönnum þingflokka og forsætisnefnd, en forseti þekkir ekki til þess að menn hafi þá skoðun almennt hér í þinginu.