146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

orlof húsmæðra.

119. mál
[18:31]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka mjög svo lausnamiðuðum hv. þm. Jóni Steindóri Valdimarssyni. Ég held að þetta væri mögulega ráð, sólarlagsákvæði á lögin sem tæki tillit til þess hvenær aðstæður í samfélaginu urðu nógu góðar hvað varðar almannatryggingar, atvinnuþátttöku, hvað það er sem við mundum vilja telja inn sem eðlilega mælikvarða, á hvaða tímapunkti samfélagið hefði náð þeim stað að þessi lög voru orðin tímaskekkja fyrir konur sem urðu fullorðnar á þeim tíma og myndum stilla sólarlagsákvæði af miðað við það. Ég held að það væri vel athugandi. Ég held að það að leggja lögin af með einu pennastriki sé hins vegar afleit leið, þannig að þessi málamiðlun þingmannsins er eitthvað sem ég held að við ættum að skoða.