146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

orlof húsmæðra.

119. mál
[18:32]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég er alveg til í að leggja mitt af mörkum til þess að skoða þetta. Það er vandi að draga þessa línu, þar getur orðið ágreiningur um, en ég er á því að það ætti að vera hægt að finna eitthvað sem væri þokkalega sanngjarnt og allir málsaðilar gætu við unað. Auðvitað eru líka þau úrræði sem standa fullorðnu fólki, fullorðnum konum, til boða í dag, að frátöldum lífeyrisréttindum, öðruvísi í dag en var. En í öllu falli finnst mér alveg þess virði að skoða vandlega hvort hægt er að ná samkomulagi um þetta og tek undir að mér finnst a.m.k. að við eigum að gefa því góðan gaum og skoða vel, ekki síst vegna þess, þótt það sé auðvitað ekki nein ástæða eða gild ástæða, að dagurinn í dag er dagurinn í dag.