146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:00]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að benda hv. þingmanni á að hann er hér að leggja til breytingu á lögum. Vilji eitthvert sveitarfélaganna hækka skatta sína yfir það hámark sem nú er í gildi hlýtur hv. þingmaður að taka undir það frjálsa val sveitarfélagsins og bara berjast fyrir því með lagabreytingum. Ef hann er heill í þeirri afstöðu sinni að setja sveitarfélögum einhver mörk þá hlýtur það að gilda bæði með efri mörkin og neðri.

Ég hlustaði með athygli á mál hv. þingmanns og verð að játa að mér fannst ég greina ákveðinn samhljóm í því og öðrum málum þar sem verið er að tala um meint frelsi, þegar verið er að tala um áfengi í matvöruverslanir. Það virðist sem viðtakinn sé ekki eins ginnkeyptur fyrir því frelsi sem hér er talað fyrir. Hefur hv. þingmaður lesið sig í gegnum umsagnir sveitarfélaganna um þetta á fyrri stigum? (Forseti hringir.) Og svo að lokum: Hvaða áhrif myndi þessi breyting, yrði hún að lögum, hafa á jöfnunarsjóð?