146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:13]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi umræða um flutning þeirra sem þurfa á félagslegri aðstoð að halda milli sveitarfélaga hefur lengi verið uppi og það hefur verið erfitt að staðfesta þær sögusagnir, hvort svo sé. En ég ætla ekki að útiloka að eitthvað af þeim geti átt við rök að styðjast. En þarna gætum við líka komið svolítið inn á jöfnunarsjóðinn, með einmitt svona atriði og það er meira að segja tekið tillit til þess í dag, þarna er jöfnunarsjóðurinn til staðar. Það hvernig sveitarfélögin eiga að fá greitt úr honum fer eftir því hversu miklu svona hlutverki þau þurfa að sinna. Þar getur hann komið inn í með sínum reglum.