146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:26]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef stutta spurningu fyrir hv. þingmann sem varð tíðrætt um ríku sveitarfélögin og lýsti því að fjandinn væri laus ef það ætti að lækka skatta á íbúa. Þar erum við ósammála, að skattalækkanir þýði að fjandinn sé laus. En ég velti því fyrir mér hvað hv. þingmanni finnst um það ef sveitarfélög hafa aðrar tekjur og þurfa ekki að skattleggja íbúa sína jafn hátt og önnur sveitarfélög án þess að það skerði lögbundna þjónustu, er þá ekki sjálfsagt að leyfa íbúunum að njóta þess?