146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:29]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar erum við hv. þm. Lilja Rafney ósammála, að telja það ekki áhyggjuefni að sum sveitarfélög hafi það mikið milli handanna að þau eigi ekki að lækka skatta á íbúa sína. Ég tel heldur ekki hættulegt að leyfa samkeppni sveitarfélaga á þessu stigi. Ég tel það af hinu góða. Ég held að mörg sveitarfélög þurfi að hugsa sinn gang varðandi t.d. hagkvæmni í stórum sveitarfélögum og nýta þá hagkvæmni þegar um er að ræða stórt sveitarfélag. Það er kannski ekki að ástæðulausu að það er fólksfjölgun í Kópavogi en ekki í Reykjavík.