146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

afnám hafta.

[10:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina og jafnframt það að hann hefur skilið rökfræði mína í því, hann telur þetta hafa verið gott svar.

Til þess að svara því alveg konkret þá gæti þetta orðið á næstu vikum eða næstu mánuðum, bara svo ég svari því alveg rétt. Ég vona að svo verði. Ég vona að við getum líka komið með tillögur um aðgerðir til viðnáms í gjaldeyrismálum. Það er verið að undirbúa tillögur þar um, hvort sem það verður tilbúið í næstu viku, þarnæstu viku eða vikunni þar á eftir, það verður a.m.k. í þessum mánuði. Ég fagna því að hv. þingmaður hefur gefið mér tækifæri til þess að upplýsa þingheim um það.