146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

stefna um þróun bankakerfisins.

[10:57]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Aftur þakka ég hv. þingmanni fyrir. Til þess að svara því hverjir eru eða megi vera eigendur bankanna hef ég áður talað fyrir því í þessum stól að það eigi að vera gagnsætt, ekki bara í bönkum heldur í öllum fyrirtækjum, hverjir hinir raunverulegu eigendur eru. Ég held að það sé afar mikilvægt að hér sé ekki einhver feluleikur í gangi um það hverjir eru hinir raunverulegu eigendur. Ég veit að bankamálin hafa líka verið til umræðu í hv. efnahags- og viðskiptanefnd og þar hef ég komið og embættismenn ráðuneytisins hafa komið og kynnt sjónarmið sín þannig að ég tek undir það, ég held að afar mikilvægt sé að stjórnmálamenn komi líka að þessu, vinnunni sem ég er að láta vinna núna. Birt verður áfangaskýrsla á vef fjármálaráðuneytisins, skýrsla sem hópurinn skilaði af sér, vonandi í dag eða á morgun þannig að ég hygg að þá geti allir kynnt sér hana.