146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[14:17]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég viðurkenni að ég dett bara hérna inn og þekki ekki forsöguna. Ég les eftirfarandi í greinargerð, með leyfi forseta:

„Með þessu frumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á lögbundnu hlutverki sveitarfélaga. Vilji sveitarfélög hins vegar lækka útsvar á löggjafinn ekki að standa í vegi fyrir því.“

Er hv. þingmaður með dæmi um að sveitarfélag hafi ætlað eða ætli að skerða þá þjónustu sem nefnd var hér? Þetta eru frekar alvarlegar ásakanir sem koma hér fram ef sveitarfélag rækir ekki lögbundna skyldu sína. Ég mundi vilja heyra aðeins meira um það.