146. löggjafarþing — 42. fundur,  9. mars 2017.

breyting á ýmsum lögum á sviði samgangna.

234. mál
[15:52]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra skýrt og greinargott svar. Held aðeins áfram að spyrja hann út í frumvarpið, nýti þetta tækifæri eins og hann væri gestur á fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Aðeins í raun og veru svipuð spurning þegar kemur að flugumferðarmálum. Þetta er náttúrlega mjög ítarlegt frumvarp þar sem þarf að lesa sig í gegnum mörg lög til að sjá breytingarnar. En þessi reglugerð um tæknilegar kröfur til flugumferðarstjóra, hvaða áhrif hafa þær hér innan lands? Það hefur oft og tíðum verið skortur eða rætt hefur verið um að það vanti flugumferðarstjóra. Breytir þetta einhverju í menntun þeirra og umhverfinu sem þeir starfa í?

Aðeins fyrst ég hef ráðherra hér til að svara, af því að hér er talað um farþegabáta og 12 farþega viðmið. Kemur það úr þessum Evrópureglugerðum eða er það eitthvað sem við erum að horfa sérstaklega til hér?