146. löggjafarþing — 44. fundur,  20. mars 2017.

komugjald á farþega.

233. mál
[15:02]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hafa sex bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 325, um komugjald á flugfarþega, frá Oddnýju G. Harðardóttur; fyrirspurn á þskj. 343, um auðlindarentu raforkufyrirtækja, frá Oddnýju G. Harðardóttur; fyrirspurn á þskj. 330, um inn- og útskatt hótela og gistiheimila, frá Oddnýju G. Harðardóttur; fyrirspurn á þskj. 231, um Landsvirkjun, frá Silju Dögg Gunnarsdóttur; fyrirspurn á þskj. 339, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, og fyrirspurn á þskj. 338, um hæstu og lægstu laun hjá ríkinu, frá Katrínu Jakobsdóttur.

Borist hefur bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 252, um fjarskiptasjóð, stöðu ljósleiðaravæðingar o.fl., frá Steingrími J. Sigfússyni.

Borist hafa tvö bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 219, um vistunarrúrræði fyrir börn með fötlun, frá Birni Leví Gunnarssyni, og við fyrirspurn á þskj. 238, um heilbrigðisþjónustu veitta erlendum ferðamönnum, frá Hönnu Katrínu Friðriksson.