146. löggjafarþing — 44. fundur,  20. mars 2017.

sala Arion banka.

[15:10]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er gengið yfir 0,8. Mér sýnist miðað við þær tölur sem birtar hafa verið að það sé mjög nálægt tölunni 0,8 en þó yfir þeirri tölu.

Enn og aftur legg ég áherslu á að það er Fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut, en ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra Fjármálaeftirlitsins um að það verði upplýst hverjir eru eigendur þessara hluta og hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Ég tel að það sé algjörlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna á bak við.