146. löggjafarþing — 44. fundur,  20. mars 2017.

fátækt á Íslandi.

[15:29]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Spurningin er um eðli skattkerfisins. Lítur hæstv. ráðherra á það sem klassískur hægri maður að hér sé aðeins um tekjuöflunartæki að ræða eða eigum við að nota það til tekjujöfnunar? Ég vil að hæstv. ráðherra svari mér því: Kemur eitthvað af þeim leiðum, sem ég nefndi áður, til greina? Skarpari tekjuskattur, hátekjuskattur, auðlegðarskattur og stighækkandi fjármagnstekjuskattur? Svar við því, takk.