146. löggjafarþing — 44. fundur,  20. mars 2017.

fátækt á Íslandi.

[15:30]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég held að við getum alveg rætt hér um breytt skattkerfi. Ég minni hv. þingmann t.d. á tillögur samráðsvettvangs þar sem talað er um annars konar tekjuskatt en við erum með núna þar sem persónuafsláttur er t.d. breytilegur. Það yrði til þess að þeir sem eru með lægstar tekjurnar yrðu með hæsta persónuafsláttinn og hann færi síðan stiglækkandi þar til hann yrði horfinn á allra hæstu tekjur. Ég held að það sé vel þess virði að horfa á tekjuskattsbreytingu af því tagi. Ég held við eigum líka að horfa á aðrar tillögur á þessum samráðsvettvangi. Ég held að það væri mjög farsælt að gera það og ég mun láta hefja vinnu við það í Fjármálaeftirlitinu innan skamms.