146. löggjafarþing — 44. fundur,  20. mars 2017.

hamfarasjóður.

187. mál
[16:20]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Bræðraþelið er mikið í Vinstri grænum. Það skiptir engu máli hver talar fyrir okkar hönd. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir svörin.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra meira um fjármögnunina. Nú erum við á þeim stað í þessum fjármála- og fjármögnunarhring undir nýjum lögum um opinber fjármál að væntanlega þyrfti að fara að gera ráð fyrir því að þetta yrði á sínum stað ef það á að taka gildi á næsta ári. Er verið að huga að því í þeirri vinnu sem á sér án efa stað í ráðuneytinu? Eða munum við vakna upp við það í haust þegar nær dregur jólum að þetta þurfi að fara inn í næsta hring af því það gleymdist að stimpla það inn í þetta nýja umhverfi?