146. löggjafarþing — 45. fundur,  21. mars 2017.

þingsköp Alþingis.

195. mál
[16:12]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Virðulegur forseti. Mér þykir þetta afskaplega snjallt frumvarp og kemur á óvart að það skuli í sjö atrennum ekki enn hafa komist á leiðarenda. Í mínum huga er nauðsynlegt að aðskilja framkvæmdarvaldið enn frekar frá löggjafarvaldinu enda hefur löggjafarvaldið, Alþingi, eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það er með öllu ótækt að sömu einstaklingarnir hafi eftirlit með sjálfum sér.

Núna er í raun 52 þingmenn starfandi sem slíkir, þ.e. taka fullan þátt í þingstörfum og nefndastörfum. Ellefu manns eru uppteknir í umfangsmiklum störfum í ráðneytunum og ná þess vegna ekki að sinna hér starfi þingmanns. Ef þetta frumvarp nær fram að ganga verður gerð mikil og góð bragarbót, mikilvægi Alþingis mun aukast og vegur allur. Það er vel.